17.03.1933
Neðri deild: 28. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1298 í B-deild Alþingistíðinda. (1562)

60. mál, rekstrarlán fyrir Útvegsbanka Íslands h/f

Hannes Jónsson:

Ég hefi skrifað undir nál. með fyrirvara. Fyrirvari minn byggist á því, að ég er sammála þessum samnm. mínum um skoðun á málinu eins og það var í fyrra. Ég vonast eftir, að brtt., er ég ætla að flytja við þessa umr., fái sömu undirtektir eins og nákvæmlega samskonar brtt. frá fjhn. fékk í fyrra, því að hún var samþ., eftir að hafa fengið lofsyrði frá hæstv. ráðh., með 16 shlj. atkv.

Eins og hv. frsm. hefir bent á, er frv. núna nákvæmlega eins og það var flutt á þinginu í fyrra; en það var gerð á því þessi breyt., að orðin „í senn“ féllu niður, þ. e. a. s., að ábyrgðarheimildin skyldi aðeins veitt til eins árs, en ekki eins árs í senn, eins og nú stendur í frv.

Ég ætla svo að leggja fram þessa brtt. og óska eftir því, að hæstv. forseti taki hana til greina, og vænti þess, að hún fái sömu góðu undirtektirnar eins og hún fékk hér á þinginu í fyrra.