27.03.1933
Efri deild: 35. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1306 í B-deild Alþingistíðinda. (1584)

56. mál, mat á heyi

Frsm. (Páll Hermannsson):

Í þessu frv. er gert ráð fyrir, að heimilt verði fyrir sýslunefndir að koma á samþykktum í sýslum, sem gilda fyrir einn hrepp eða fleiri, um það, að hey, sem selt er út úr hreppum, skuli skylt að meta. Við 1. umr. var því lýst af hæstv. dómsmrh., hver þörf væri á þessu sumstaðar á landinu, hey væri selt töluvert til fjarlægra staða, og gæti eðlilega orðið ágreiningur um ýmislegt í sambandi við þau viðskipti, ef þau væru eftirlitslaus og heyið ekki metið. Landbn. hefir fallizt á að heimila setningu slíkra heimildarlaga. N. hefir heldur ekki komið auga á, að nokkuð það væri í hinum einstöku gr. frv., sem ástæða væri til að lagfæra, og leggur því til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.