20.03.1933
Neðri deild: 31. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1323 í B-deild Alþingistíðinda. (1616)

89. mál, silfurberg

Þorleifur Jónsson:

Ég vil fyrst leyfa mér að þakka n., að hún hefir lagt til, að þetta litla frv. yrði samþ. En án þess að ég ætli að fara að hlaupa í skörðin fyrir hv. frsm., þá vildi ég þó segja fáein orð út af andmælum hv. 1. þm. S.-M. Hv. þm. þótti vafasamt, að nokkurt hagræði myndi leiða af samþ. þessa frv. Ég skal játa, að með það renna menn nokkuð blint í sjóinn, yfirleitt um það, hvort hér á landi séu vinnanlegar námur og hvort einhver eða einhverjir myndu fást til þess að leggja út í námuvinnslu. En það hefir sýnt sig meðan þessi 1. hafa verið í gildi, að enginn hefir fengizt til þess að leggja fé sitt í slíkt fyrirtæki. Hitt gæti vel hugsazt, að þegar 1. væru úr gildi numin, kynni eitthvert félag að gera tilraun til námugraftar á öðrum stöðum. Það er kunnugt, að erlent félag hafði Hoffellsnámuna á leigu nokkur ár, en vildi svo ekki leggja í neinn kostnað eftir að l. gengu í gildi. Má af því marka, að þau trufli námurekstur þeirra, sem annars myndu e. t. v. stunda hann. Það er ekki líklegt, að ríkissjóður fari enn að leggja í kostnað við Helgustaðanámuna, þar sem hún virtist síðast með öllu uppurin. En ef svo færi, að þar fyndist ný æð og að farið yrði að vinna þarna, þá væri hægur vandi að taka upp ákvæði um, að ríkissjóður skyldi að sjálfsögðu hafa rétt til að selja sitt eigið silfurberg, og þá jafnvel sölu alls silfurbergs út úr landinu. En eins og nú standa sakir, þá er alls enginn skaði, þótt 1. séu úr gildi numin. Þvert á móti. Það yrði miklu fremur til þess að örva menn til að láta ekki þessi verðmæti liggja ónotuð. Ég sé ekki, að ríkissjóði sé neinn bagi að afnámi þessara 1. Það er strax þetta, sem hv. 1. þm. S.-M. nefndi, að ef 1. stæðu óbreytt, yrðu menn að greiða eitthvað fyrir sölu silfurbergsins. Annars skal ég ekki fjölyrða um þetta. Þetta mál þarf ekki að vera deilumál. Eins og nú standa sakir eru l. dauður bókstafur, sem sjálfsagt er að nema úr gildi, og býst ég ekki við, að afnám slíkra l. þurfi að valda miklum ágreiningi.