29.05.1933
Neðri deild: 86. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2900 í B-deild Alþingistíðinda. (163)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Hv. 2. þm. Reykv. spyr, hvernig standi á því, að Gísla Sigurbjörnssyni sé leyft að skila aftur frímerkjum meðan stjórninni sé ekki kunnugt um neina misbresti á frímerkjaútgáfunni. Ég hefi því einu til að svara, að slíkt er ekki með minni vitund gert, og hafi pósthúsið leyft að skila frímerkjunum, þá svara ég ekki til þess, því pósthúsið heyrir ekki undir mitt ráðuneyti. Það er rétt, að ég átti sæti í Þingvallahátíðarnefnd, en sú n. framkvæmdi ekki samninga um útgáfuna, heldur var það landsstjórnin. N. gerði ekki annað en að þakka tilboð frá Íslandsvinafélaginu í Vín og mæla með því við stjórnina. Hvað annars kann að hafa verið saman við það tilboð, veit maður ekki nú. En það eina, sem Þingvallanefnd veit, er það, að tilboðið var þegið. Ég efast ekki um, að samskonar samningar hafi verið gerðir um frímerkjaútgáfuna og tíðkast um útgáfu frímerkja yfirleitt. Það, sem hér er því um að ræða, er ekki það, að stjórnin, sem þá sat, hafi misbeitt sínu valdi, heldur hitt, hvort einhverjir menn, sem um útgáfuna fjölluðu, hafi komizt upp með svik.