04.03.1933
Neðri deild: 16. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1326 í B-deild Alþingistíðinda. (1631)

58. mál, búfjárrækt

Frsm. (Guðbrandur Ísberg):

Ég vil fyrst leyfa mér að benda á, að alstaðar í frv., þar sem tilgreind er 6. gr. 1., á það að vera 7. gr. Þetta er ritvilla, sem hv. þm. eru beðnir að afsaka og hæstv. forseti að taka til athugunar og leiðréttingar við atkvgr.

Landbn. flytur þetta litla frv., og má nánast skoða það sem till. um smávægilegar leiðréttingar á l. um búfjárrækt frá 1931. Aðalbreyt. er í 1. grein. Þar er lagt til, að niðurjöfnunargjald nautgriparæktarfélaganna megi taka lögtaki. Þessi heimild var í nautgriparæktarlögunum frá 1928, en féll niður þegar þau voru felld inn í búfjárræktarlögin 1931. Það þykir hafa komið í ljós, að óheppilegt sé, að þessi heimild falli niður, og er því lagt hér til, að hún sé tekin upp aftur.

Um 2. og 3. gr. frv. er ekki ástæða til að fjölyrða. Þar er um mjög smávægilegar breyt. að ræða, sem nægilega er gerð grein fyrir í grg., og vísast því til hennar.