29.03.1933
Efri deild: 37. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1328 í B-deild Alþingistíðinda. (1640)

58. mál, búfjárrækt

Frsm. (Jón Jónsson):

Þetta er lítið frv., sem hér liggur fyrir, og er það búið að ganga í gegnum Nd. og hefir hlotið samþykki þar. Aðalatriði þess er það, að heimild á lögtaksrétti á gjöldum til nautgriparæktarfélaga hefir af einhverri vangá ekki verið tekið upp í búfjárræktarlögin frá síðasta þingi, en í sjálfu sér stendur þar, að jafnframt geti önnur löggjöf breytt þessu, sem líka virðist vera réttmætt. Loks eru felld úr gildi lög um nautgriparækt, frá 7. maí 1927, ef þetta verður að lögum.

Þess skal getið, að lögin voru rangt ársett. Þau eru talin frá 1927 í staðinn fyrir 1928. Svo er frágangur á þessu frv. ekki eins og venja er til. Það er ekki vanalegt, þegar fluttar eru breyt. við fleiri en eina grein í lögum, að þá sé frv. talið ein frvgr., heldur er bezt, að þær séu það margar, sem greinarnar eru, sem breytt er. Þess vegna leggur n. til, að fyrirkomulagi frv. verði breytt samkv. því, sem segir á þskj. 252, en fellst að öðru leyti á, að frv. verði samþ. með þeim breyt., sem ég nefndi.