22.03.1933
Neðri deild: 33. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1329 í B-deild Alþingistíðinda. (1650)

49. mál, Mið-Sámsstaði

Frsm. (Guðbrandur Ísberg):

Allshn. hefir haft frv. þetta til athugunar og hefir leitað umsagnar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins um það.

N. fellst á þau rök, sem sett eru fram í grg. fyrir því, að rétt sé að selja Búnaðarfélagi Íslands jörðina Mið-Sámsstaði. Búnaðarfélagið hefir látið gera svo miklar umbætur á jörðinni, bæði húsabyggingar og jarðabætur, að landverðið, eins og það var áður en þær umbætur hófust, er aðeins örlítið brot af núv. heildarverði býlisins. Virðist því sanngjarnt og sjálfsagt, að Búnaðarfélagið fái jörðina keypta, svo eignin sé öll á einni hendi.

Þarf ekki að fjölyrða frekar um þetta mál, það er svo einfalt og óbrotið, og leggur n. eindregið til, eins og ég tók fram í byrjun, að það verði samþ.