24.03.1933
Neðri deild: 35. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1528 í B-deild Alþingistíðinda. (1803)

86. mál, samkomulag um viðskiptamál milli Íslands og Noregs

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Þær upplýsingar, sem við hv. þm. G.-K. gáfum um fundarályktanirnar frá Siglufirði, eru réttar og skerðast að engu leyti af því skeyti, sem hv. 2. þm. Reykv. getur um, þeirra atkvæða hefir verið leitað í í öðrum hóp kjósenda á Siglufirði. (HV: Það var leitað almennra undirskrifta). Að öðru leyti vil ég taka það fram, að stj. óskar eftir því, að samningurinn verði afgreiddur til Ed. Ef álitið verður, að rutt sé að bíða með endanlega afgreiðslu hans, þá telur stj. réttast, að sú bið verði milli 2. og 3. umr. í Ed.

Um enska samninginn ætla ég ekki að ræða að þessu sinni, en finn ástæðu til þess að taka það fram, að mjög fljótlega mun haldinn leynifundur í Sþ. til þess að ræða samninginn.