01.06.1933
Sameinað þing: 8. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 121 í D-deild Alþingistíðinda. (1882)

158. mál, sútunar- og skófatnaðarverksmiðju

Pétur Ottesen [óyfirl.):

Sú eina breyt., sem gerð var á þessari þáltill. í Ed., var,

að bætt var inn í b-liðinn, þar sem talað er um verksmiðju til að vinna úr innlendum skinnum skófatnað, orðunum o. fl.

Hæstv. forsrh. flutti þessa brtt., og byggist hún á því, að vel gæti komið til mála að súta skinn í landinu til innlendrar fatagerðar og ýmissar annarar innlendrar iðju. Þetta er því mikil og þörf umbót á till., og vænti ég þess vegna, að hún verði samþ.