27.05.1933
Neðri deild: 84. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í D-deild Alþingistíðinda. (1901)

204. mál, búfjársjúkdómar

Atvmrh. ( Þorsteinn Briem):

Ég skal aðeins út af aths. þessa hv. þm., sem síðast talaði, taka það fram, að ég tel það ekki sjálfsagða leið eða líklega til fullkomins árangurs að fela dýralæknunum, hverjum í sínum landsfjórðungi, að hafa þessa rannsókn með höndum. Ég hygg, að þá vanti næga þekkingu og þó sérstaklega þau dýru áhöld, sem til þess þarf að hafa þessa rannsókn með höndum, svo að fullnægjandi verði. Það verður ekki á annars manns valdi að framkvæma þessa rannsókn, svo að fullnægjandi sé, heldur en forstöðumanns

rannsóknarstofu háskólans. En hitt er sjálfsagt atriði, að dýralæknarnir úti um land aðstoði rannsóknarstofuna um ýmislegt, sem þar að lýtur, t. d. ýmsar upplýsingar um, hvernig veikin hagar sér, og útvegun efnis, sem til rannsóknanna þarf.

En um þessa sjúkdóma er það að segja, að það ríður mest á að finna frumorsakir veikinnar og ráð gegn þeim, og slíkt verður ekki gert nema í fullkominni rannsóknarstofu.