12.04.1933
Efri deild: 49. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1644 í B-deild Alþingistíðinda. (1913)

86. mál, samkomulag um viðskiptamál milli Íslands og Noregs

Jón Baldvinsson:

Ég sé ekki ástæðu til að hraða þessu máli mjög. Væri kannske jafnvel ástæða til að draga það svolítið enn. Er sagt, að Sveinn Björnsson sendiherra sé væntanlegur heim einhvern næstu daga, eða fyrir næsta laugardag. Hefir hann e. t. v. eitthvað að segja frá samningunum við Bretland. Annars vil ég fara fram á það við hæstv. forseta, að hann taki 2. málið á dagskrá á undan þessu, ef afbrigði fást, því það á að ganga á undan þessu og hefir enga þýðingu, ef þetta mál verður samþykkt.