03.06.1933
Sameinað þing: 10. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2909 í B-deild Alþingistíðinda. (194)

Þinglausnir

forseti (ÞorlJ):

Fyrir þessum fundi liggur ekki annað en þingslit, og vil ég leyfa mér að gefa þingheimi yfirlit um þingstörf þessa árs:

Þingið hefir staðið frá 15. febr. til 3. júní, samtals 109 daga.

Þ i n g f u n d i r hafa verið haldnir:

í neðri deild ...... 94

í efri deild ........ 91

í sameinuðu þingi 10

Alls 195 þingfundir.

Þ i n g m á l og úrslit þeirra:

I. Lagafrumvörp:

1. Stjórnarfrumvörp

a. lögð fyrir neðri deild . . 18

b. — — efri deild ... 19

— 37

2. Þingmannafrumvörp

a. borin fram í neðri deild 86

b. — — - efri deild 47

— 133

— 170

Þar af

a. Afgreidd sem lög

stjórnarfrv. . . 29

þingmannafrv. 60

— alls 89 lög

b. Ennfremur samþykkt stjórnarskrárfrumvarp 1 c. Felld

stjórnarfrv. . . 1

þingmannafrv. 5

— 6

d. Vísað frá með rökst. dagskrá

þingmannafrumvörpum 6

e. Vísað til stjórnarinnar þingmannafrv. . . . . . 4

f. Tekin aftur

þingmannafrv. . . . . . 2

g. Ekki útrædd

stjórnarfrv. . . . . . 6

þingmannafrv. . . 56

— 62

170

II. Þingsályktunartillögur:

a. Bornar fram í neðri deild .... 27

b. — — - efri deild ..... 5

c. — — - sameinuðu þingi 10

— 42

Þar af

a. Þingsályktanir:

1. ályktanir Alþ. 11

2. ályktanir Nd. . 13

3. ályktanir Ed. . 1

— alls 25 þál. b.

Um skipun n.

samþ. .......... 1 c.

Felld .......... 1

d. Afgr. með rökst. dagskrá ........ 4

e. Vísað til stj. .... 3

f. Tekin aftur .... 1

g. Ekki útræddar .. 7

— 16

42

III. Fyrirspurnir:

Bornar fram í neðri deild ........ 3

þar af 2 svarað

Mál til meðferðar í þinginu samt. ... 215

Þá er nú störfum þessa 46. löggjafarþings lokið. Þingið hefir staðið í 109 daga og er því næstlengsta þing, sem háð hefir verið. Eins og séð verður af nýupplesinni skýrslu um þingmálin, þá hefir þingið afkastað miklu og afgreitt mörg merkileg mál.

Skal ég til nefna breyting á stjórnarskránni. Í því máli hefir fengizt nú loks nokkurskonar málamiðlun og þarf því ekki að valda deilum á næstunni.

Þá vil ég nefna lögin um kreppulánasjóð og lögin um ýmsar ráðstafanir vegna fjárkreppunnar. Hefir þingið stigið þar stórt og myndarlegt spor til hjálpar öðrum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar. Er að vona, að þetta verði landbúnaðinum til bjargar. Þá má nefna ný ábúðarlög, sem nú voru loks afgreidd, eftir að hafa legið fyrir mörgum þingum, lög um virkjun Sogsins, lög um vita, nýja viðbót við vegalögin, að ótöldum lögum um ýmiskonar tekjuauka. Má vænta, að öll þessi framantöldu lög megi verða til þess að efla hagsæld og menningu þjóðarinnar.

Vér þingmenn hverfum nú heim af þingi og afhendum þjóðinni af nýju umboð vort í hendur. — Árna ég svo þingmönnum heilla og óska þeim góðrar ferðar, sem heima eiga utanbæjar.

Forsrh. (Ásgeir Ásgeirsson): Í dag hefir verið samþ. frv. til stjórnarskrárl., og verður samkvæmt því þing rofið næstu daga, en um þingslit hefir mér borizt svofellt umboð: [Sjá Stjtíð. 1933, A. bls. 20].

Nú eru liðin 1003 ár frá stofnun Alþingis, en þetta er 46. löggjafarþing frá því, er Alþingi var endurreist. Samkvæmt umboði konungs og í nafni hans segi ég þessu þingi slitið.

Lengi lifi ættjörð vor, Ísland, og konungurinn!

[Tók þingheimur undir með ferföldu húrrahrópi].

Var síðan af þingi gengið.