06.04.1933
Efri deild: 44. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1677 í B-deild Alþingistíðinda. (1958)

114. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Pétur Magnússon [óyfirl.]:

Það er rétt hjá hv. 1. landsk., að meiri hl. bæjarstj. er á móti þeirri breyt., sem ég geri hér till. um, enda er ekki nema eðlilegt, að hún vilji halda í það vald, sem hún hefir. En mér finnst þingið ekki eiga að taka mjög mikið tillit til skoðunar bæjarstj. á þessu atriði, heldur verði hv. þm. að gera upp við sig, hvort heppilegra muni verða fyrir Rvíkurhöfn, að vald hafnarstj. sé fært eitthvað út, eða aðalvaldið yfir málum hennar sé haft í höndum bæjarstj., eins og verið hefir. Ég verð að álíta, að það sé heppilegra fyrir höfnina, að hendur hafnarstj. séu ekki um of bundnar í því efni, hvernig hún ræður fram úr hennar málum. Það má gera ráð fyrir, að hafnarstj. hafi fyrst og fremst í huga, hvað höfninni er fyrir beztu sem sérstakt fyrirtæki, en í bæjarstj. getur frekar ýmislegt annað blandazt þar inn i, flokksdeilur o. fl. (JónÞ: Alveg eins í hafnarstj.). Ég held, að hafnarstj. hugsi fyrst og fremst um hag fyrirtækisins. Önnur sjónarmið og flokkadeilur komast eftir því síður að, sem færri fjalla um málin.