20.02.1933
Neðri deild: 5. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 33 í B-deild Alþingistíðinda. (200)

1. mál, fjárlög 1934

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég svara síðari spurningunni fyrst. Það, sem ég sagði um útlit fyrir, að það kynni að verða hentugt að hafa þingfrestun, er frá eigin brjósti, og hefir hvorki verið nefnt í þeim flokki, sem ég tilheyri, né svo að mér hafi verði greint frá í öðrum flokkum.

En viðvíkjandi fyrri spurningunni, um lögregluna, þá svaraði ég aðeins spurningunni að svo miklu leyti sem hún náði til þess, sem hér er til umræðu og ég hef gert grein fyrir. En hv. þm. getur hvenær sem er utan funda — og hefir getað hvenær sem er — fengið upplýsingar um, hve mikill er áfallinn kostnaður á hverjum tíma af löggæzlu í Reykjavík.