27.04.1933
Efri deild: 57. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1750 í B-deild Alþingistíðinda. (2092)

107. mál, happdrætti fyrir Ísland

Jón Jónsson:

Það er rétt, sem hér hefir verið sagt, að slík starfsemi sem þessi hefir mætt nokkurri andúð þjóðarinnar. En hv. Nd. hefir þó fallizt á þetta frv., sjálfsagt af velvilja til háskólans. Enn eru nokkur smíðalýti á frv., og þyrfti að gera nánari athugun á því.

Þegar sérstakri stofnun eru veitt slík fríðindi sem þessi, einkaréttur á því að reka þennan arðsama atvinnuveg, þá er ekki ósanngjarnt, að ríkið fái þegar nokkra hlutdeild í arðinum. Má reyndar segja, að það fái óbeinlínis hlutdeild í arðinum, með því að það losnar við framlög til háskólans, en ég vildi leggja til, að það fengi 25% af arðinum beinlínis. Brtt. er ekki stór. Aðeins farið fram á að hækka þetta ákvæði úr 20% og upp í 25%. Vona ég því, að hv. deild geti fallizt á hana og veiti henni samþykki sitt.