24.04.1933
Neðri deild: 56. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1765 í B-deild Alþingistíðinda. (2130)

160. mál, veð

Frsm. (Guðbrandur Ísberg):

Ég get ekki fallizt á, þrátt fyrir rök þau, sem færð hafa verið fram, að brtt. eigi rétt á sér, svo fremi gengið er inn á þá braut að láta nokkuð af þeim kröfum, er falla undir 83. gr. skiptal., víkja fyrir fiskveði.

Ég kann að vísu illa við sem reglu að gera lausafé jafnhátt undir höfði og fasteignum, er um veð ræðir, en það, sem hér um ræðir, er alveg sérstakt. Fiskframleiðslan hér á landi byggist að allmiklu leyti á því, að lán fáist í bönkum gegn fiskveði og þess vegna er það sameiginlegt nauðsynjamál, bæði fiskframleiðenda og bankanna, að fiskveð njóti frekari tryggingar en annað lausafjárveð.