10.04.1933
Efri deild: 47. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1771 í B-deild Alþingistíðinda. (2166)

131. mál, manntal í Reykjavík

Frsm. (Pétur Magnússon):

Þetta frv. er borið fram fyrir beiðni bæjarráðs Reykjavíkur, sem hefir álitið, að heppilegra væri og ódýrara fyrir bæinn að láta borgarstjóraskrifstofuna hafa á hendi manntal í Reykjavík heldur en að fela lögreglustjóra það, eins og gert hefir verið hingað til. Þetta er líka vafalaust rétt, því að til borgarstjóraskrifstofunnar verður hvort sem er að sækja margar upplýsingar, sem nauðsynlegar eru við manntalið, og sú skrifstofa hefir haft með höndum ýmislegt þessu viðkomandi, t. d. samningu kjörskrár.

Allshn. hefir haft þetta frv. með höndum, hefir fallizt á það og leggur til, að það verði samþ.