24.04.1933
Neðri deild: 56. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1813 í B-deild Alþingistíðinda. (2244)

154. mál, áveitu á Flóann

1) SvbH:

Þótt ég telji upphaflega till. mþn. í þessu máli í betra samræmi við það, sem bændum var skýlaust lofað í upphafi, nefnil. að þeir mættu greiða með landi, ef þeir óskuðu, þá mun ég samt fylgja þessu frv. eins og það nú er orðið, að þessu sinni, en vona, að hv. Ed. geri breyt. á því, svo að það komi aftur til athugunar hér.