06.04.1933
Efri deild: 44. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1825 í B-deild Alþingistíðinda. (2288)

111. mál, útflutningsgjald

Frsm. (Ingvar Pálmason):

Ég hefi ekki mikið um efni þessa frv. að segja. Það er nefnil. bein afleiðing af frv. því, sem hv. d. var að vísa til 3. umr. (útflutningsgjald af síld o. fl.). N. leggur til, að frv. verði samþ. að því er efni snertir, en af sérstökum ástæðum telur hún réttara að breyta formi 1. gr. frv. og taka í hennar stað upp 1. gr. l. nr. 70 1921. Orsökin til þessa er sú, að eins og hv. d. mun kunnugt, hefir nýlega verið afgr. breyt. á þessum lögum um að fella niður útflutningsgjald af landbúnaðarafurðum. Ef þingið nú afgr. þessa breyt. í frv. þskj. 163, eins og hún er þar orðuð, virðist koma fram við þetta nokkurt ósamræmi, þar sem áður var samþ., að ekki skyldi greiða útflutningsgjald af öllum afurðum. Af þessum ástæðum er það, að n. hefir talið rétt að breyta formi gr., bæta inn þessari nauðsynlegu breyt. Með henni telur n. ekki að neinu sé raskað um efni og meiningu laganna. Til þess að fyrirbyggja allan þann misskilning, sem ella getur leitt af lögunum, er n. sammála um, að réttara sé að taka upp lagagreinina og breyta þannig orðalagi 1. gr. frv. eins og brtt. á þskj. 320 gerir ráð fyrir. Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um þetta, þar eð, eins og ég tók fram áðan, þetta mál er bein afleiðing af fyrra frv. Annars get ég skírskotað til grg. og nál.