02.06.1933
Sameinað þing: 9. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 170 í D-deild Alþingistíðinda. (2327)

208. mál, templaralóðin í Reykjavík

Flm. (Pétur Halldórsson) [óyfirl.]:

Út af þessu vildi ég bara segja það, að mér virðist það eiga að vera á valdi forseta sjálfra, hvort þeir telji samninginn þess eðlis, sem þeir hafa náð við mótsemjanda, að þeir óski, að Alþingi taki ákvörðun um samninginn eða ekki. Ég vil ekki, að þeim sé gert að skyldu að leggja samninginn undir alþingisnefndir, heldur sé þeim í sjálfsvald sett, hvort þeir beri samninginn undir Alþingi.

Þó að það, að ljúka deilum um lóðina, eigi ekki við nema nokkurn hluta hennar, þá liggur í augum uppi, að samning verður að gera um alla lóðina. Því að ef samningur væri gerður aðeins um þann partinn, sem kvöðin hvílir á, þá myndu templarar ekki geta notað hinn hlutann án þess að til vandræða yrði fyrir þinghúseignina, og heldur til skemmda fyrir þennan hluta bæjarins.