02.06.1933
Sameinað þing: 9. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í D-deild Alþingistíðinda. (2347)

202. mál, viðskiptamál og verzlunar- og siglingasamninga milli Íslands og Noregs

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Hæstv. forsrh. sagði, að það væri einkennilegt að segja þessum samningi upp á sama þinginu og hann væri gerður. En ef litið er á allar aðstæður, er svo ekki. Aðstaða sú, sem Norðmenn hafa fengið nú, er meira en full endurgreiðsla fyrir þá tollívilnun, er þeir hafa af hendi látið. Ef þing kemur ekki saman fyrr en eftir áramót, er of seint að taka ákvörðun um uppsögn samningsins. Norðmenn mundu þá njóta sömu aðstöðu hér sumarið 1934. Ef svo á ekki að vera, þarf að segja samningnum upp í desember. Eftir því, sem afstaða stj. hefir verið til þessa máls, hefi ég ekki trú á því, að hún segi samningnum upp, nema yfirlýstur þingvilji sé fyrir því. Að slá því á frest að lýsa yfir þeim vilja, verður sama sem að Norðmenn njóti þessara hlunninda í 2 ár.