10.03.1933
Sameinað þing: 4. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 230 í D-deild Alþingistíðinda. (2373)

37. mál, riftun kaupa á Reykjahlíð í Mosfellssveit

Forseti (TrÞ):

Þar sem nú er áliðið fundartímann og fleiri en einn hv. þm. hafa enn kvatt sér hljóðs, er sjáanlegt, að umr. getur ekki orðið lokið á venjulegum fundartíma. Vitanlegt er og, að boðaðir hafa verið deildarfundir að afloknum þessum fundi, sem þurfa að komast að áður en fundartíma er lokið. Eigi er heldur rétt að taka af fundartíma hv. fjvn. í eftirmiðdag; hún er nú langt komin með starf sitt, og væri bagalegt að valda henni töfum. Verður því að fresta umr. þessa máls að sinni, og tek ég það hér með út af dagskrá.