02.06.1933
Sameinað þing: 9. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 336 í D-deild Alþingistíðinda. (2455)

199. mál, réttur alþingismanna til að athuga fylgiskjöl með reikningum ríkisins

Vilmundur Jónsson:

Ég vildi mega bera fram brtt. við þessa till., með því að mér þykir hún ekki ganga nógu langt. Ég hygg, að almennt hafi verið litið svo á, að þm. eigi jafnan aðgang að fylgiskjölum við reikninga ríkisins, hvort sem er um þingtímann eða endranær. Með samþykkt till. óbreyttrar mætti líta svo á, að þm. afsöluðu sér þeim rétti. Ég vil því mælast til þess við hæstv. forseta, að hann leyfi mér að bera fram skrifl. brtt., svo hljóðandi:

Í stað orðanna „meðan á þingi stendur“ komi: jafnan.