05.04.1933
Neðri deild: 45. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 356 í D-deild Alþingistíðinda. (2498)

119. mál, stjórn varðskipanna

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Það er rétt, að ég hefi óskað eftir því, að umr. yrði frestað og málinu vísað til n. Ég hefi ýmsar upplýsingar, sem ég óskaði eftir, að kæmu fremur fram í n. heldur en við umr. En mér finst réttara, að málið fari til sjútvn. heldur en til allshn., því að það heyrir beinlínis undir sjútvn., og þætti mér rétt, ef fengist yfirlýsing frá hv. aðalflm. þess efnis, að hann væri því ekki mótfallinn, að málinu yrði vísað til sjútvn. (BKr: Ég get vel fallizt á það og geri það ekki að neinu sérstöku kappsmáli, hvort því verður vísað til allshn. eða sjútvn.). Þá skal ég ekki fara lengra út í þetta að sinni, en vona að fá að leggja fram aths. mínar í hv. n.