06.04.1933
Efri deild: 44. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1846 í B-deild Alþingistíðinda. (2599)

133. mál, lokunartími sölubúða

Frsm. (Pétur Magnússon):

Ég get að mestu látið mér nægja að vísa til grg. frv. Það er aðeins síðasta málsgreinin í 1. gr. Þetta nýmæli gengur út á það, að heimila bæjarstjórnum að takmarka vinnutíma sendisveina eins og annars verzlunarfólks. Þetta nýmæli er fyllilega réttmætt. Sendisveinar þurfa ekki síður verndar hins opinbera gegn of löngum vinnutíma en aðrir, og alveg er áhættulaust að trúa bæjarstjórnunum á hverjum stað að gera ráðstafanir til þessa.

Allshn. varð sammála um að mæla með þessu frv., og ég vil fyrir hönd n. óska þess, að það verði samþ., og vísað til 3. umr. að þessari lokinni.