17.05.1933
Efri deild: 74. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1851 í B-deild Alþingistíðinda. (2635)

133. mál, lokunartími sölubúða

Jón Baldvinsson:

Hv. Ed. afgreiddi frv. þetta eins og það var upphaflega borið fram, og voru þá í því ákvæði til þess að tryggja vinnutíma sendisveina, eins og nauðsyn bar til. Þar var svo ákveðið, að útsendingu vara skyldi lokið einni klst. fyrir lokunartíma, en hv. Nd. hefir breytt þessu ákvæði þannig, að útsendingunni skuli lokið á lokunartíma. Enda þótt þetta sé skemmd á frv., þá sé ég ekki, að það þýði neitt úr þessu að fara að hrekja það á milli deilda, og legg því til, að það verði samþ.