29.04.1933
Efri deild: 59. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1852 í B-deild Alþingistíðinda. (2644)

80. mál, dýralæknar

Forseti (GÓ):

Ég mundi ekki eftir því fyrr en nú, að ég var í gær beðinn að taka þetta mál út af dagskrá vegna fjarveru frsm., en tók það á dagskrá í dag, þar sem ég hélt, að hann mundi verða kominn. En úr því svo er ekki, þá held ég, að ég verði að taka málið af dagskrá og þarf hv. 2. þm. N.-M. ekki að tala meira um það en honum sýnist. (PHerm: Jæja, ég vona þá, að skrifararnir gangi á viðeigandi hátt frá þessari ræðu minni). Betra væri nú, að þeir afbökuðu hana ekki mjög mikið. — Málið er þá hér með tekið út af dagskrá.

Á 61. fundi í Ed., 2. maí, var frv. enn tekið til 2. umr. (A. 106, n. 448).