05.05.1933
Efri deild: 64. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1860 í B-deild Alþingistíðinda. (2660)

80. mál, dýralæknar

Jón Jónsson:

Ég geri frekar ráð fyrir því, eftir atkvgr. síðast, að ákveðið sé um framgang þessa máls. Ég gerði þá grein fyrir afstöðu minni, að ég teldi ekki beina ástæðu til þess að afgr. málið á þessu þingi, en hinsvegar væri rétt að vísa því til stj., með þeim tilmælum, að hún rannsakaði það og athugaði, hvar dýralæknum skyldi skipað, og legði álit sitt fyrir næsta þing.

Ég sé svo ekki ástæðu til að ræða þetta frekar, en leyfi mér að bera fram rökst. dagskrá, sem hljóðar svo:

„Í því trausti, að ríkisstj. láti fara fram athugun á því, hversu dýralæknum sé heppilegast skipað á landinu, og leggi niðurstöðuna fyrir næsta Alþingi, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“

Vil ég svo leyfa mér að afhenda hana hæstv. forseta með beiðni um, að hann beri hana undir deildina.