02.05.1933
Neðri deild: 59. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1883 í B-deild Alþingistíðinda. (2719)

161. mál, tollalög

Guðbrandur Ísberg:

Í frv. því, sem fyrir liggur, er um mikla tollhækkun á öli að ræða, hækkun úr 30 aurum upp í 80 aura á hverjum lítra öls. Þetta er mjög mikil hækkun, og þó einkum á hvítöli, sem er mjög miklu ódýrara en aðrar tegundir öls, enda framleitt úr ódýrari hráefnum. Ég sé enga ástæðu til þess, að á því sé hærri tollur en t. d. limonade. Mér þykir því rétt, að brtt. komi fram um þetta. En þar sem nál. fór framhjá mér, er ég eigi viðbúinn að flytja hana nú, en mun gera það við 3. umr.