27.04.1933
Neðri deild: 59. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1905 í B-deild Alþingistíðinda. (2771)

150. mál, almennur ellistyrkur

Jóhann Jósefsson:

Ég vil fyrir hönd flm. frv. þakka n. greiða afgreiðslu málsins og góðan skilning. Það er rétt hjá hv. frsm., að hér er ekki tekið stórt stökk, en við vitum bezt frá okkar eigin héruðum, að hér er stigið spor til þess að létta undir með fullorðnu fólki, sem hikar við að leita sveitarstyrks, enda þótt þröngt sé í búi, og er þeim ellistyrkurinn miklu dýrmætari. Vil ég svo ekki fjölyrða um þetta, en vonast til þess, að málið fái greiðan gang eftirleiðis.