20.03.1933
Neðri deild: 31. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í C-deild Alþingistíðinda. (3016)

28. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Það eru aðeins örfá orð. Ég tók eftir, að hæstv. dómsmrh. sagðist búast við, að sumir þeirra, sem í fyrra skrifuðu undir áskorun til hæstv. stj. um að setja bráðabirgðalögin, væru e. t. v. horfnir frá því að fá þau samþ. nú. (Dómsmrh.: Einn hefir sagt mér það sjálfur). Það er nú vitanlega hver sjálfráður um sína skoðun á þessu máli. En ég vil benda á, að það er einstakt þroskaleysi að binda afstöðu sína til þeirra löggjafaratriða, sem fiskveiðamálin snerta, eins og það, sem hér er um að ræða, við það, hvernig til hefir tekizt eitt einstakt ár á því sviði. Við vitum, að það gengur svona upp og niður með allar fiskiveiðar. Og ég vona fastlega, að þó segja megi, að vonir manna um mikinn afrakstur af dragnótaveiðunum hafi ekki rætzt til fulls á síðasta ári, þá verði það atriði ekki látið ráða niðurlögum þessa máls.