04.05.1933
Neðri deild: 65. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í C-deild Alþingistíðinda. (3225)

168. mál, viðbótar- tekju- og eignarskattur

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Ég vii aðeins láta þess getið, að síðan þetta mál var hér til 1. umr. hefir fjhn. rætt það nokkuð á einum fundi, en án þess að samkomulag næðist um að bera fram brtt. við frv. á því stigi, sem málið er nú. Hygg ég, að óhætt sé að setja þetta í samband við ýmsar aðstæður, sem liggja fyrir á þessu þingi yfirleitt, í sambandi við önnur mál, sem fyrir þinginu liggja, og því sé ekki útilokað, að svo geti farið síðar, að samkomulag náist um afgreiðslu þessa máls. En eins og málið liggur nú fyrir, hefi ég ekki annað að segja fyrir hönd meiri hl. fjhn. en að hann óskar eftir, að það verði látið ganga áfram til 3. umr.