10.05.1933
Efri deild: 68. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 399 í B-deild Alþingistíðinda. (324)

1. mál, fjárlög 1934

Forseti (GÓ):

Hv. 6. landsk. þarf ekki að kvarta um ókyrrð hér í salnum meðan hún var að tala. En mér þætti gaman, ef hv. þm. vildi telja upp þá af flokksmönnum hennar, sem viðstaddir voru og hlustuðu á hennar fögru orð. Held ég, að ekki hafi þeir hlustendur verið aðrir en framsóknarmenn og jafnaðarmenn — eða jafnaðarmaðurinn.