27.05.1933
Neðri deild: 84. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 150 í C-deild Alþingistíðinda. (3248)

168. mál, viðbótar- tekju- og eignarskattur

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég hefi svarað þessu áður. Ég hefi sagt, að framkvæmd gjaldeyrishaftanna mundi verða eins mildileg og gjaldeyrisverzlunin frekast leyfir. Nú er svo ástatt, að bankarnir hafa notað allan sinn gjaldeyri og heimildir, er þeir hafa. Lengra verður ekki komizt en að selja allan þann gjaldeyri, sem hægt er að selja. Á þeim hvílir sú skylda að sjá um, að nægur gjaldeyrir sé til hinna nauðsynlegustu þarfa.