27.05.1933
Neðri deild: 84. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í C-deild Alþingistíðinda. (3258)

168. mál, viðbótar- tekju- og eignarskattur

Magnús Jónsson:

Mér þykir það ákaflega einkennilegt, þegar óánægja kemur upp, ef ekki á að rannsaka, hvort hún styðst við nokkur rök. Ég mótmæli því, enda þótt búið sé að vísa frá frv. um afnám heimildar fyrir innflutningshöftum, að búið sé að úrskurða um þetta mál. Það hefir alls ekki verið úrskurðað um það, hvort nú beri að halda þeim áfram eða ekki. Ég endurtek því þá ósk mína, að hæstv. forseti láti þessa þáltill. koma á dagskrá, svo að vitað verði, hvort þessi umtalaða óánægja styðst við nokkur rök.