27.05.1933
Neðri deild: 84. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2087 í B-deild Alþingistíðinda. (3347)

117. mál, barnavernd

Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

N. hefir að vísu ekki öll tekið ákvörðun um þessa till. frá hv. 3. þm. Reykv. á þskj. 819. Frá honum kom önnur till. áður. N. hafði tekið afstöðu gagnvart hinni fyrri og áleit, að þar sem svo lítil reynsla væri fengin í þessum efnum, mætti láta við það sitja að afgreiða það eins og það kom frá Ed. nú. Hinsvegar er það að segja um brtt. hans á þskj. 819, að við getum fallizt á hana. Það er æskilegast og bezt samræmi í því, að einn maður framkvæmi kvikmyndaskoðun, og vafalaust eru flestar þær myndir fluttar fyrst til Rvíkur, sem sýndar eru hér á landi, svo að myndskoðun hér í Rvík mundi því gilda mjög fyrir allt landið. Og þegar svo á að útnefna þennan mann eftir tillögum barnaverndarráðs, sýnist það öruggt, að eftirlitið muni verða svo, að við megi una. Um þær myndir, sem okkur hér í Rvík berast frá öðrum kvikmyndahúsum úti um land, breytist ekkert frá því, sem er. Ég sem frsm. n. og fleiri í n. getum fallizt á þessa brtt.