07.04.1933
Neðri deild: 47. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í C-deild Alþingistíðinda. (3376)

53. mál, lífeyrissjóður ljósmæðra

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Í tilefni að síðustu ummælum hv. frsm. skal ég láta þess getið fyrir hönd stj., að hún telur ekki, að þessu máli sé vísað í gröfina með því að vísa því til stj. með rökst. dagskrá. En stj. mun, ef dagskrártill. verður samþ., láta fram fara ýtarlega rannsókn viðkomandi málinu, svo sem um skipulag sjóðsins, iðgjöld o. fl., og flytja málið á næsta þingi í samráði við sérfræðinga og landlækni. Ég hygg, að hvaða stjórn, sem komið gæti í stað núv. stj., gæti tekið við slíkri skyldu af þessari stjórn.