07.04.1933
Neðri deild: 47. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í C-deild Alþingistíðinda. (3377)

53. mál, lífeyrissjóður ljósmæðra

Vilmundur Jónsson:

Ég get eftir atvikum sætt mig við afgreiðslu n. á þessu máli, með því að ég viðurkenni, að nokkur þörf er á að athuga það enn rækilegar en gert hefir verið. Og sérstaklega sætti ég mig við þessa afgreiðslu eftir að hafa heyrt hæstv. forsrh. lýsa því yfir, að hann telji ríkisstjórninni skylt, ef hin rökstudda dagskrá verður samþ., að leggja málið betur undirbúið fyrir næsta þing. Tel ég það jafngilda því að eiga vísan framgang þess á næsta þingi.