17.05.1933
Efri deild: 74. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í C-deild Alþingistíðinda. (3512)

124. mál, geldingu hesta og nauta

Halldór Steinsson:

Eins og kunnugt er, þá hefir þetta stóra frv. mætt nokkrum ágreiningi á síðustu þingum. Þegar frv. lá núna fyrir þessari hv. d., voru gerðar á því breyt. til bóta, eins og t. d. að láta það ná til allra húsdýra o. fl., er betur mátti fara, en hv. Nd. færði það aftur til hins fyrra horfs, í trássi við þessa hv. deild. Þar sem nú mál þetta veldur svona miklum ágreiningi innan þingsins, þá vil ég leyfa mér að leggja til, að því verði vísað til stj., í trausti þess, að hún taki málið til athugunar í samráði við dýralækna landsins og leggi fyrir næsta þing frv. um þetta efni. Ég vil því leyfa mér að bera fram svo hljóðandi rökst. dagskrá:

„Í trausti þess, að ríkisstj. í samráði við dýralækna landsins undirbúi og leggi fyrir næsta þing frv. til laga um geldingu húsdýra, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá“.