18.05.1933
Efri deild: 75. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 212 í C-deild Alþingistíðinda. (3522)

170. mál, höfundaréttur

Jón Baldvinsson:

Við vorum beðnir fyrir þetta frv. seint á þingi, 3 Ed.m. Það var því ekki von, að það gæti gengið í gegn á þessu þingi, og þeir, sem hlut eiga að máli, hafa sætt sig við, að því yrði vísað til stj., með því skilyrði, að hún leggi það betur undirbúið fyrir næsta þing. Flm. eru ekki bundnir við að fylgja frv. í einstökum atriðum, og má vera, að ég vilji einhverju víkja til í frv. En þetta liggur nú ekki fyrir, heldur hitt, að málið sé nú falið stj. til þess að undirbúa það enn betur og leggja það síðan fyrir næsta þing.