19.05.1933
Efri deild: 76. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í C-deild Alþingistíðinda. (3530)

123. mál, lýðskóla með skylduvinnu nemenda

Einar Árnason:

Ég hefi skrifað undir þetta mál með fyrirvara, og stafar það af því, að ég er ósamþykkur nál. að öðru leyti en niðurstöðu þess, að fella frv. Í nál. segir, að n. viðurkenni höfuðhugsunina í frv. Ég tek það fram, að ég viðurkenni ekki þá höfuðhugsun þess, að gefa sýslunefndum heimild til að hneppa alla unga karlmenn í 7 vikna áþján fyrir rétt til 6 mánaða skólavistar innan sýslunnar, og það þó að þeir hafi e. t. v. engin tök á að sækja skólana og vilji jafnvel hvorki heyra þá né sjá. Ég viðurkenni heldur ekki þá hugsun að útiloka ungt kvenfólk frá því að eignast þann rétt, sem piltum er ætlað að öðlast með skylduvinnunni. Þá viðurkenni ég heldur ekki réttmæti þess, að skólavistin verði dýrari þarna en í öðrum skólum landsins, en það hlýtur að verða. Þá segir í nál., að n. styðji fellingu frv. við ummæli fræðslumálastjóra. Ég hefði lagt á móti frv., hver svo sem orðið hefðu ummæli fræðslumálastjóra. Annars sé ég ekki ástæðu til að fara út í frekari umr. um þetta frv., sem n. leggur til, að verði samþ.