19.05.1933
Efri deild: 76. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 216 í C-deild Alþingistíðinda. (3533)

123. mál, lýðskóla með skylduvinnu nemenda

Frsm. (Guðrún Lárusdóttir):

Ég hélt, að það væri ekkert nýmæli að vísa svona málum til stj., og ég tel, að hún sé ekki neitt of góð til að taka við þeim. Hitt er annað mál, ef hv. dm. leggjast á móti því, að þá verður þar við að sitja. - Ég átti ekki von á því, að hv. 2. þm. Eyf. yrði svona mótfallinn málinu. Hann virðist hafa herzt í andstöðunni gegn því síðan við áttum tal saman um málið í menntmn. Annars held ég, að þetta mál sé fullkomlega þess virði, að það sé tekið til rækilegrar íhugunar í sambandi við athuganir og ef til vill breytingar þær, sem væntanlega verða gerðar á alþýðufræðslunni.

Ég vil ekki vera að stofna hér til deilna um þetta mál. Finnst mér það ætti sem bezt að geta farið á friðsamlegan hátt út úr d.