29.03.1933
Efri deild: 29. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 219 í C-deild Alþingistíðinda. (3540)

36. mál, útflutninsgjald af landbúnaðarafurðum

Jakob Möller [óyfirl.]:

Ég býst við að geta greitt frv. þessu atkv. mitt, ef brtt. á þskj. 182 verður samþ. En að mínu viti gildir það ekki um landbúnaðinn einan, að útflutningsgjald sé óheppilegur skattstofn. Ég ætla, að sama megi segja með sanni um sjávarafurðir. En ef þessi ráðstöfun þarf ekki að koma við hag ríkissjóðs, tel ég ekki skipta máli, þótt frv. verði samþ., en sú samþykkt verður til að styrkja þá kröfu, að útflutningsgjald verði einnig fellt niður á sjávarafurðum.