20.05.1933
Efri deild: 77. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 482 í B-deild Alþingistíðinda. (358)

1. mál, fjárlög 1934

Jakob Möller:

Ég býst við, að ég geti gengið til samninga við hv. frsm. um brtt. mínar út af námsstyrkjunum. Hann fann það að brtt. minni, að með henni væri námsstyrkjunum ráðstafað fyrirfram til ákveðinna manna. En ég vil mega skilja orð hans svo, að fjvn. hafi fallizt á, að þeir menn, sem komnir voru inn í fjárl., verði látnir sitja fyrir að þessu sinni (JónJ: Að svo miklu leyti sem styrkurinn hrekkur til). Ef þetta er meiningin, get ég tekið brtt. mína aftur. Ég get skilið, að n. meti mikils, að ekki séu beinlínis fest nöfn við námsstyrki, þótt hún vilji í þetta sinn láta svo ummælt, að vissir menn séu styrktir til lokanáms. Ef hv. frsm. fellst á þetta, get ég tekið mína brtt. aftur (JónJ: Báðar till?) Það er nú víst óhætt að láta atkv. skera úr um hækkunartillöguna, en til samkomulags get ég þó tekið hana aftur.

Út frá því, sem hv. frsm. sagði, að verzlunarskólinn væri aðallega fyrir Rvík, vil ég taka það fram, að þótt flestir nemendurnir séu þaðan, eru jafnan fleiri og færri úr öllum héruðum landsins í skólanum.