29.03.1933
Efri deild: 37. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 232 í C-deild Alþingistíðinda. (3589)

36. mál, útflutninsgjald af landbúnaðarafurðum

Jónas Jónsson [óyfirl.]:

Út af því, að hæstv. forseti sagðist við nýafstaðna atkvgr. kunna sérstaklega illa við það, að þeir, sem óskuðu nafnakalls, greiddu sjálfir ekki atkv., vil ég benda honum á, að þetta er misskilningur hjá honum. Það er vitaskuld skylda forseta að veita nafnakall, þegar um það er beðið, og sömuleiðis að ganga eftir því, að greidd séu atkv., eða þá fullgildar ástæður færðar fram, ef atkv. er ekki greitt. Hinsvegar er það, ef það er orðin venja að ganga ekki eftir því, að atkv. séu greidd eða ástæður færðar fram, þá kemur forseta það ekkert frekar við, hvort þm., sem ekki greiðir atkv., hefir óskað nafnakalls eða ekki. Í þessu tilfelli hafði ég fulla ástæðu til þess að greiða ekki atkv., þar sem hér var um að ræða sjálfstæða brtt., sem var frv. mínu alveg óviðkomandi. Ég hygg, að hæstv. forseti fallist á þetta við nánari athugun.