10.05.1933
Neðri deild: 70. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2310 í B-deild Alþingistíðinda. (3669)

173. mál, óréttmæta verslunarhætti

Vilmundur Jónsson:

Ég hefi skrifað um brtt. mínar frá fyrri umr. til þess að samræma þær við hið nýja form frv., en ekki gert á þeim neinar efnisbreyt., og hefi nú fengið góðar undirtektir undir þær hjá hv. frsm.

Önnur brtt., sem ég flyt nú að nýju til, er um að fella niður 15. gr. frv., þar sem kaupmönnum er bannað að selja nánar tilgreindar vörur undir ákveðnu verði. Þetta tel ég, að þingið geti ekki látið sér sæma að samþykkja. Brtt. miðar að því að tryggja það, að vörur séu seldar með svo lágu verði sem samkeppni leyfir, þar sem ákvæði gr. ganga á móti því, að svo megi verða.