31.05.1933
Neðri deild: 88. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2316 í B-deild Alþingistíðinda. (3696)

173. mál, óréttmæta verslunarhætti

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Enda þótt það sé ekki á mínu valdi að tala svo, að hv. þm. Ísaf. skilji, þá er hann þó læs, og ef hann vill, þá getur hann lesið frvgr. eins og hún kom nú frá hv. Ed. Það er hvergi bannað í þessari grein að leggja aðeins 10% á vörur, meira að segja þó ekki væri nema 5%. Það getur framleiðandi, ef hann sér sér fært. En gr. kveður svo á, að ef álagning fer ekki fram úr 25%, þá er bannað að undirselja vöruna. Hv. þm. fer því öfugt í þetta allt saman, er hann segir, að hér sé verið að tryggja óhæfilega hátt verð.