19.05.1933
Neðri deild: 78. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 266 í C-deild Alþingistíðinda. (3747)

36. mál, útflutninsgjald af landbúnaðarafurðum

Jón Auðunn Jónason:

Það er nærri því grátbroslegt að heyra hv. dm. vera að reyna að finna einhver rök til stuðnings þessu máli. Þeir tala hátt um ranglátar skattaálögur og annað slíkt, sömu mennirnir, sem hafa barizt á móti lækkun útflutningsgjalds, sem er mörgum sinnum hærra og ranglátara en það, sem hér um ræðir. Þeir hafa barizt á móti lækkun útflutningsgjalds af síldarframleiðslu, þar sem borga þurfti 1 kr. í útflutningsgjald af hverri tunnu. Og ég hefi ekki heyrt neinn grátstaf í kverkunum á síldarútgerðarmönnum, þó að þeir hafi kannske á sama tíma ekki fengið nema 2 kr. af hverri tunnu upp í kaup sjómanna og annan kostnað af útgerðinni. - Nei, þetta frv. er hrein og bein kjósendabeita, og það af örgustu tegund, og mig furðar á því, ef hv. þdm. láta gabba sig til þess að samþ. það.