07.04.1933
Neðri deild: 47. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 274 í C-deild Alþingistíðinda. (3792)

100. mál, siglingalög

Héðinn Valdimarsson:

Ég get ekki fallizt á það, að vísa þessu máli til stjórnarinnar, þó að ég þykist sjá forlög þessa máls fyrst nefndin hefir lagzt svona á sveifina.

Þetta virðist augljóst mál og sjálfsagður réttur fyrir sjómenn að fara fram á þetta. Er því engin ástæða til að bíða eftir allsherjarbreytingu á lögunum.