11.05.1933
Neðri deild: 71. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 281 í C-deild Alþingistíðinda. (3823)

169. mál, einkennisbúninga og önnur einkenni

Frsm. meiri hl. (Sveinbjörn Högnason):

Eins og nál. ber með sér, klofnaði n. um þetta mál. Meiri hl. n. leggur til, af frv. verði samþ. óbreytt. Telur hann þörf á því einmitt nú á tímum að stemma stigu fyrir því, að ofstopamenn geti vaðið uppi. Það sé ekki holt, að unglingum líðist að stofna skipulagða flokka til áfloga. Þetta er rétt í uppsiglingu hér og væri því bezt að stemma á að ósi og hindra það, að unglingar geti notað einkenni og einkennisbúninga til þess að eiga hægara með að beita sér fyrir áflogum hér í bæ og annarsstaðar. Meiri hl. n. leggur því til, að frumvarpið verði samþ. óbreytt.